Innlent

Ráðleggja fjárfestum að selja íslensk skuldabréf

Danska fjárfestingafélagið Nykredit beinir því til fjárfesta sinna að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum vegna þess að hættan á að glata þeim fjármunum sé orðin of mikil. Þetta kom fram á vefsíðu Jótlandspóstsins seint í gærkvöldi. Þar segir yfirmaður greiningadeildar Nykredid að hann geti til dæmis ekki ráðlagt nokkrum manni að fjárfesta í KB banka, við núverandi aðstæður bankans, og víðar í evrópu séu stórir fjárfestar hættir að taka þátt í útrás íslenskra fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×