Innlent

Uppselt í sólina um páskana

Ef vel er að gáð má sjá glitta í Íslendinga í fjöldanum, - það eru þessir hvítu og sólarþurfi...
Ef vel er að gáð má sjá glitta í Íslendinga í fjöldanum, - það eru þessir hvítu og sólarþurfi...

Að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð Íslendingar munu baða sig á sólgylltum ströndum um páskana. Skipulagðar sólarlandaferðir fyrir páskafríið eru hvarvetna löngu uppseldar. Þá eru ótaldir þeir sem ferðast á eigin vegum.

NFS talaði við nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum landsins og alls staðar var sama staðan: páskaferðir í sólina eru löngu uppseldar. Langflestir eru á leiðinni til Kanaríeyja eins og undanfarin ár en mikill fjöldi fólks mun einnig sóla sig undir einræðisstjórninni á Kúbu. Þetta er langmesta sala á páskaferðum frá upphafi og má að hluta til rekja það til að páskarnir eru á mjög hentugum tíma fyrir veðuraðstæður í Suður-Evrópu. En fólk sækir líka lengra núna en hefur verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×