Innlent

Botnvörpur valda umhverfisspjöllum

Sjómenn, sem gert hafa mynd um skaðsemi botnvörpunnar á lífríkið, segja botninn umhverfis Ísland stórskemmdan. Þeir vilja láta loka ákveðnum svæðum fyrir botnvörpu.

 

Þeir Þorsteinn Máni Árnason og Hermann B. Haraldsson standa meðal annarra að gerð myndarinnar og þeir voru gestir í Silfri Egils í dag. Myndin, sem aðallega var tekin á Húnaflóa og við Vestmannaeyjar, er tileinkuð minningu Guðmundar Kjærnested skipherra, en þeir segja hann hafa sagt við þá, í tengslum við botnvörpuna, að ævistarf hans við verndun landhelginnar væri farið fyrir lítið. Þeir segja botnvörpuna brjóta kórala, skemma botninn og fleira og þannig eyðileggja lífríkið. Auk þess séu botnvörpurnar þannig að smáfiskur sleppi ekki úr þeim. Þá þyrli veiðarfærið upp svo miklum sandi að tálkn fiskanna fyllist. Þeir vilja að botnvörpuveiðar verði einungis leyfðar á ákveðnum svæðum, en öðrum svæðum þá lokað fyrir slíkum veiðum. Þá segja þeir Þorsteinn Máni og Hermann að ekki hafi verið staðið við markmið Hafrannsóknastofnunarinnar um rannsóknir og segja reyndar of mikil tengsl á milli stofnunarinnar og hagsmunaaðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×