Innlent

Engin heimild fyrir tónlistarhúsi

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nauðsynlegt sé að fresta stórframkvæmdum. Hann sagði í Silfri Egils á NFS í dag að engin heimild væri í fjárlögum fyrir milljarðaútgjöldum vegna byggingar tónlistarhúss og að ótækt væri að skuldbinda ríkið til áratuga án þess að haft sé samráð við fjárlaganefnd.

Hann sagði einnig að farið hefði verið of geist í stóriðjuframkvæmdir og að Íslendingar þyrftu að læra af þeirri reynslu að hafa ekki of mörg járn í eldinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×