Innlent

Vatnalög til iðnaðarnefndar

Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman til fundar á mánudag, meðal annars til að ræða hugsanlega réttaróvissu vegna Kárahnjúka í tengslum við vatnalög. Umræðu um frumvarpið umdeilda var frestað í dag. Iðnaðarráðherra segir þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að falsa ummæli hennar um málið.

Þingfundur hófst klukkan 11 í morgun, en eiginleg umræða um málið ekki fyrr en eftir hádegið og reyndar komst bara Hlynur Hallsson Vinstri grænum í ræðustól.

Þess var krafist að iðnaðarnefnd Alþingis kæmi saman vegna málsins, meðal annars vegna ummæla Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns, eins höfunda frumvarpsins, þess efnis að verði vatnalögum ekki breytt, gæti skapast réttaróvissa vegna Kárahnjúkavirkjunar. Laust fyrir klukkan fjögur greindi Birkir Jón Jónsson formaður iðnaðarnefndar frá því að fundur hefði verið boðaður í nefndinni á mánudag og var umræðum um vatnalög frestað í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×