Innlent

Spólað í skíðabrekkunni

Óprúttinn ökumaður skemmdi gróður og skíðafæri fyrir börnum í Grafarvogi í morgun eða nótt með því að spóla í hringi í skíðabrekkunni við Dalshús.

Mörg börn á höfuðborgarsvæðinu voru eflaust orðin langeygð eftir snjó enda ekki verið snjór á suðvesturhorninu síðan upp úr miðjum janúar. Ekki var jafn gaman fyrir alla að mæta í morgun með snjóþotuna eða skíðin í hverfisbrekkuna sína því í Grafarvogi hafði ökumaður svo til skemmt allt þotu- og skíðafærið með því að spóla og spæna um á ökutæki í brekkunni við Dalshús. Djúp hjólför voru í brekkunni og mold og drulla út um allt og er talið sennilegast að þar hafi jeppi verið á ferð. Undirlagið var mjúkt undir snjónum og eru því um að ræða talsverðar gróðurskemmdir. Hver eða hverjir hinir ótillitssömu voru er ekki vitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×