Innlent

Friðarsinni skotinn

MYND/AP

Bandarískur friðarsinni, Tom Fox, var skotinn til bana í haldi mannræningja í Írak. Lík hans fannst í fyrrinótt nálægt Bagdad. Það bar með sér að honum hefði verið misþyrmt.

Fox var í hópi kristinna friðarsinna frá Chicago. Mannræningjar tóku hann og þrjá aðra í nóvember og hótuðu að myrða þá yrði ekki gengið að kröfum um að leysa alla íraska fanga úr haldi. Ekki er vitað um afdrif félaga hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×