Innlent

Skíðasvæði opin fyrir norðan

Bláfjöll
Bláfjöll MYND/Vísir

Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru lokuð. Þó að snjó hafi kyngt niður í nótt þá er enn of lítill snjór í fjöllum til að hægt sé að opna. Hins vegar eru skíðasvæðin opin fyrir norðan.

Svæði Tindastóls á Sauðárkróki er opið til klukkan fimm og sömuleiðis Hlíðarfjall á Akureyri. Færð er ágæt á vegum landsins, snjóþekja í uppsveitum Árnessýslu og í Borgarfirði og verið er að hreinsa snjó af vegum á Vesturlandi, eða búið að því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×