Innlent

Haft samband við hæstbjóðendur

Framkvæmdarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft samband við þá sem áttu hæsta tilboð í byggingarétt á lóðum í Úlfarsárdal. Þeir þurfa nú að ákveða við hvaða tilboð þeir hyggjast standa. Eins og fram hefur komið í fréttum átti einn maður hæsta tilboð í byggingarétt 39 einbýlishúsalóða af þeim fjörtíu sem í boði voru í útboði borgarinnar. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag tillögu borgarstjóra þess efnis að hver einstaklingur fengi aðeins að kaupa eina einbýlishúsa eða parhúsalóð.

Þeir sem hæst eiga tilboð í fleiri en eina slíka lóð geta valið hvaða tilboð þeir hyggjast standa við. Framkvæmdarsvið hefur nú haft samband við þá sem áttu hæstu tilboð í lóðirnar og nú verður þeim gefinn kostur á að ákveða hvaða tilboð þeir standa við. Eins gefst þeim sem áttu hæstu tilboð í fleiri en eina raðhúsa eða fjölbýlishúsalóðir kostur á að standa við eitt tilboð eða fleiri enda þær lóðir ekki bundnar af ákvæðunum. Búist er við að úrvinnslan geti tekið nokkurn tíma en yfir 4000 tilboð bárust í byggingarrétt í Úlfarsárdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×