Innlent

Gufumökkur yfir stóru svæði á Reykjanesbraut

Mikið umferðaröngþveiti varð á Reykjanesbraut til móts við Sprengisand og í Ártúnsbrekku á áttunda tímanum í morgun eftir að önnur aðal heitavatnsæð Orkuveitunnar frá Reykjum til borgarinnar sprakk og gufumökk lagði yfir stórt svæði.

Æðin sprakk í stokk undir Reykjanesbrautinni og við það vall heitt vatnið upp á vestari vegahelminginn og beljaði eftir götunni þartil það komst smátt og smátt niður í niðurföll, eftir því sem þau gátu tekið við straumnum. Samtímis steig upp gufustrókur sem birgði ökumönnum sýn á stóru svæði. Auk þess voru margir ragir við að aka í gegnum mökkinn án þess að vita hvers kyns væri. Í ljós kom

að 40 sentímetra rifa hafði komið á lögnina, líklega vegna tæringar, og er verið að gera við hana til bráðabirgða, en búið er að veita heitu vatni með öðrum leiðum inn í þau hverfi sem misstu heitavatnið við bilunina. Engin óhöpp eða slys hlutust af þessu, þótt fljúgandi hálka hafi auk alls annars myndast í grennd við vettvanginn, þegar vatnið var orðið kalt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×