Innlent

Friðarsúlan gæti orðið 30 metra há

Friðarsúla Yoko Ono, sem til stendur að rísi í Viðey, gæti orðið allt að þrjátíu metra há. Hún gæti því orðið tákn landsins í augum útlendinga eins og frelsisstyttan í New York eða Eiffelturninn í París. Kostnaðurinn við verklegu framkvæmdina gæti orðið allt að 30 milljónir króna og mun Reykjavíkurborg standa straum af honum.

Eins og fram hefur komið í fréttum okkar ætlar Yoko Ono að gefa Reykjavíkurborg listhugmyndina að verkinu, friðarsúlunni. Borgin mun hins vegar standa straum af kostnaði við verklegu framkvæmdina.

Yoko Ono vill að súlan, sem kann að skaga allt að 30 metra í átt til himins, rísi í Viðey og eru allar líkur á að borin samþykki það. Í tengslum við súluna verða friðarverðlaun Lennon og Ono veitt hér á landi á annað hvert ár á afmælisdegi Lennons, 9.október þeim sem unnið hefur í þágu friðar í heiminum. Land víkinganna gæti því byggt upp ímynd sem land friðar í framtíðinni með upplýsta friðarsúlu í stafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×