Innlent

Fá ekki að eyða saman síðustu æviárunum

Eldri hjón í Hveragerði geta ekki eytt síðustu æviárunum saman þar sem annað þeirra er hressara en hitt. Þau hafa ekki verið jafnlengi aðskilin í þau sextíu ár sem þau hafa verið saman.

Þegar NFS kom á heimili Beneditks Franklínssonar í dag var einkonan hans, Regína Guðmundsdóttir, í heimsókn. Þau hafa verið saman í um sextíu ár en þau verða bæði 88 ára gömul á þessu ári. Þau hafa verið aðskilin í tvö og hálft ár sem þeim þykir langur tími.

Það tekur Benedikt um tíu til fimmtán mínútur að ganga til Regínu sem býr á hjúkrunarheimili en sjálfur býr hann í herbergi fyrir aldraðra með lámarksþjónustu. Þó vilja þau ekkert frekar en að eyða saman síðustu æviárunum.

Benedikt þarf enga þjónustu fyrir utan mat og þvotta. Regína þarf meiri þjónustu eins og við lyfjagjöf og sitt hvað annað og það veldur því að þau geta aðeins búið í sama bæjarfélaginu. Benedikt segir enga breytingu á búsetuhögum þeirra hjóna í sjónmáli og segir virðast sem stjórnvöld geti fundið lausnir á flestu sem ekki snýr að öldruðum.

Benedikt heimsækir Regínu í um klukkutíma í senn og segir hann hana taka aðskilnaðunum furðu vel. Í gegnum lífið hafa þau verið hvort öðru mikill stuðningur en á ýmsu hefur gengið hjá þeim eins og flestum. Nú eftir veikindi Regínu getur Benedikt ekki veitt henni eins mikinn stuðning og hann vildi en Regína á erfitt með mál eftir að hún fékk blóðtappan og fáir skilja hana betur en Benedikt sem eytt hefur með henni stærstur hluta lífinu þar til fyrir rúmum tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×