Innlent

Segir ráðuneytið standa ráðþrota

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir. MYND/GVA

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurskipun í embætti rektors en skipunartími hennar rennur út að loknu þessu skólaári.

Ólína tekur ákvörðun sína í kjölfar mikilla deilna í skólanum. Hún segir hana tekna að vel athuguðu máli og með velferð skólans og sína eigin að leiðarljósi. Ólína segir menntamálaráðuneytið standa ráðþrota gagnvart deilunni og að sáttasamningur sem var lagt upp með sé í uppnámi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×