Innlent

Háskóli Íslands meðal hundrað bestu

Háskóli Íslands á að verða einn af hundrað fremstu háskólum í heimi, sagði Kristín Ingólfsdóttir rektor við útskrift í háskólanum í dag.

280 kandídatar útskrifuðust frá Háskóla Íslands í dag. Í ræðu sinni við útskriftina setti Kristín Ingólfsdóttir rektor skólanum það markmið að komast í röð hundrað fremstu háskóla heims. Enginn íslenskur háskóli hefur áður náð þeirri stöðu og raunar er Ísland eina ríkið á Norðurlöndum sem á ekki minnst einn háskóla á þessum lista.

Kristín ingólfsdóttir rektor segir að vinna við að ná þessu markmiði hafi þegar verið hafin, svo sem með því að leggja áherslu á að efla doktorsnám. Hún segir að þar sem Íslendingar gátu stofnað háskóla fyrir hundrað árum þegar Ísland var fátækt ríki ætti að vera að hægt að hafa háskóla í fremstu röð í einu ríkasta landi heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×