Innlent

Nýr fundur í kjaradeilu slökkviliðsmanna boðaður í fyrramálið

Samninganefnd slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefnd sveitarfélaganna hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið. Fyrsti fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara var í dag.Formaður LSS segir lítils skilnings gæta hjá viðsemhjendum á eðli að aðstæðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

 

Launanefnd sveitarfélaganna bauð slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum hækkun sem hún metur til 28% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin á næstu þremur árum. Vernharð Guðnason formaður LSS segir það þýða að slökkvliðsmaður með iðnmenntun og 1100 stunda starfsnám við erfiðar aðstæður yrði með 165 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára starf. Hann segir að miðað við eðlilegan samanburð ættu menn í þeirri stöðu að vera með 250 þúsund króna laun. Fyrsti fundurinn hjá ríkissáttasemjara í dag stóð í liðlega fjórar klukkustundir, en nýr fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Stjórn LSS hefur verið veitt heimild til að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall. Verði það samþykkt, skellur það á um miðjan mars takist ekki samningar. Það þýðir að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á vakt sinni sínum störum, en margs konar forvarnarstarf og flutningur á sjúklingum leggst af. Einnig má búast við að flug raskist því slökkviliðsmenn eru víða starfsmenn flugvalla. Formaður LSS segir lítils skilnings gæta hjá viðsemjendum þeirra á störfum og aðstæðum sem slökkviðs- og sjúkraflutningamenn búa við. Ef einhver skilningur væri til staðar, væri málið ekki í þeim hnút sem það er nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×