Innlent

Vöruskiptahalli í fyrra nærri hundrað milljarðar

MYND/GVA

Vöruskiptahallinn við útlönd í fyrra nam hátt í hundrað milljörðum og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Alls voru fluttar út vörur fyrir rúma 194 milljarða króna í fyrra en inn fyrir tæpa 289 milljarða króna. Halli á vöruskiptunum er því um 94,5 milljarðar en á sama tíma árið áður áður voru þau óhagstæð um 33,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn þrefaldaðist því um það bil á milli áranna 2004 og 2005. Sjávarafurðir voru ríflega helmingur alls útflutnings og iðnaðarvörur eins og ál um þriðjungur en Íslendingar fluttu hins vegar inn mest af hrá- og rekstrarvörum, fjárfestingarvörum og flutningatækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×