Innlent

Slapp með skrekkinn í snjóflóði

Ökumaður slapp með skrekkinn þegar snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar seint í gærkvöldi, rétt í þann mund sem maðurinn átti þar leið um. Hann ók inn í flóðið, en bíllinn hélst á veginum og komst maðurinn af sjálfsdáðum út úr honum og lét vita um flóðið. Bíllinn var dreginn úr því og ruddi Vegagerðin veginn. Ekki er vitað til að fleiri flóð hafi fallið á hann síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×