Innlent

Nokkuð um umferðaróhöpp

Mikil hálka er nú í Ártúnsbrekkunni og þónokkur óhöpp hafa orðið þar síðasta klukkutímann. Ein bifreið keyrði utan í vegrið og önnur á staur. Þá skullu tvær bifreiðar saman og fleiri minniháttar óhöpp urðu. Lögreglan varar ökumenn við ástandinu og biður þá að fara varlega en svo virðist sem snöggfryst hafi í brekkunni og því sé þar launhált. Umferðin er komin í eðlilegt horf en aðstæður eru varhugaverðar í brekkunni hvort heldur sem er til austurs eða vesturs. Á Akureyri áttu ökumenn í einhverju basli í Gilinu en stætisvagn á leið upp Gilið rann niður það aftur á bak. Þá lentu tveir bílar utan vega og tveir minniháttar árekstrar urðu á Hlíðarbraut. Á Blönduósi lenti einn bíll utan vegar vegna hálku. Að öðru leyti hefur umferð gengið ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×