Frumvarp um RÚV samræmist enn ekki reglum EES 15. febrúar 2006 22:22 MYND/GVA Frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið samræmist enn ekki reglum EES. Þessu halda Samtök atvinnulífsins fram. Þegar frumvarp til laga um Ríkisútvarpið var lagt fram á Alþingi síðastliðinn vetur gerðu Samtök atvinnulífsins ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Í dag sendu þau svo frá sér umsögn um hið nýja RÚV-frumvarp sem þau segja fela í sér vissa framför, til að mynda að ætlunin sé að stofnað verði hlutafélag um reksturinn, að öllu leyti í eigu ríkisins, í stað sameignarfélags eins og áður var ráðgert. Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það æskilegra rekstrarform, fyrst og fremst vegna þess að ríkið sé þá laust við ábyrgð af skuldbindingum félagsins ásamt því að hlutafélagsformið sé mun sveigjanlegra og heppilegra rekstrarform fyrir svona atvinnurekstur. En samtökin hafa margt við hið nýja frumvarp að athuga. Guðlaugur segir að skilgreiningin á þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu sé alltof víðtæk og að frumvarpið sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga. Mikilvægustu athugasemdirnar í fyrri umsögn SA lutu að því að skilgreining á útvarpsþjónustu í almannaþágu væri alltof víðtæk og óljós. Engin markverð breyting hafi orðið á þessu mikilvæga ákvæði frumvarpsins og SA sé ljóst að miðað við fordæmi í EES-rétti hafi íslensk stjórnvöld talsvert svigrúm í þessu efni. Ekki er þó heimilt að víkja frá þeim skilyrðum sem nefnd eru í athugasemdum ESA til íslenskra stjórnvalda. Ólíkt því sem EES-reglur um ríkisaðstoð krefjast og getið er um í athugasemdum ESA, er ekki með skýrum hætti mælt fyrir um skyldu RÚV til að veita tiltekna og magngreinda þjónustu í almannaþágu gegn þeim ríkisstyrk sem félaginu er ætlaður, heldur er ákvæðið skrifað nánast eins og heimildarákvæði í kringum alla núverandi starfsemi RÚV, að sögn Guðlaugs. Frumvarpið er nú til meðferðar í menntamálanefnd Alþingis og að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar, mun það ekki verða sent til annarrar umræðu í þinginu fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið samræmist enn ekki reglum EES. Þessu halda Samtök atvinnulífsins fram. Þegar frumvarp til laga um Ríkisútvarpið var lagt fram á Alþingi síðastliðinn vetur gerðu Samtök atvinnulífsins ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Í dag sendu þau svo frá sér umsögn um hið nýja RÚV-frumvarp sem þau segja fela í sér vissa framför, til að mynda að ætlunin sé að stofnað verði hlutafélag um reksturinn, að öllu leyti í eigu ríkisins, í stað sameignarfélags eins og áður var ráðgert. Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það æskilegra rekstrarform, fyrst og fremst vegna þess að ríkið sé þá laust við ábyrgð af skuldbindingum félagsins ásamt því að hlutafélagsformið sé mun sveigjanlegra og heppilegra rekstrarform fyrir svona atvinnurekstur. En samtökin hafa margt við hið nýja frumvarp að athuga. Guðlaugur segir að skilgreiningin á þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu sé alltof víðtæk og að frumvarpið sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga. Mikilvægustu athugasemdirnar í fyrri umsögn SA lutu að því að skilgreining á útvarpsþjónustu í almannaþágu væri alltof víðtæk og óljós. Engin markverð breyting hafi orðið á þessu mikilvæga ákvæði frumvarpsins og SA sé ljóst að miðað við fordæmi í EES-rétti hafi íslensk stjórnvöld talsvert svigrúm í þessu efni. Ekki er þó heimilt að víkja frá þeim skilyrðum sem nefnd eru í athugasemdum ESA til íslenskra stjórnvalda. Ólíkt því sem EES-reglur um ríkisaðstoð krefjast og getið er um í athugasemdum ESA, er ekki með skýrum hætti mælt fyrir um skyldu RÚV til að veita tiltekna og magngreinda þjónustu í almannaþágu gegn þeim ríkisstyrk sem félaginu er ætlaður, heldur er ákvæðið skrifað nánast eins og heimildarákvæði í kringum alla núverandi starfsemi RÚV, að sögn Guðlaugs. Frumvarpið er nú til meðferðar í menntamálanefnd Alþingis og að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar, mun það ekki verða sent til annarrar umræðu í þinginu fyrr en að nokkrum vikum liðnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira