Innlent

Netsíur til varnar barnaklámi

Lögreglan kannar nú hvort mögulegt sé að nýta sérstakar netsíur til að varna því að hægt sé að skoða barnaklám á Netinu. Dómsmálaráðherra upplýsti á Alþingi í dag að lögreglan hefði kannað slíkar leiðir og meðal annars óskað eftir samstarfi við vefþjónustufyrirtæki.

Niðurstaðan verður kynnt á næstu vikum. Sandra Franks þingmaður Samfylkingarinnar benti á að sjö þúsund Norðmenn færu árangurslaust inn á slíkar síður daglega en þar hafa verið teknar í gagnið sérstakar netsíur. Netþjónustufyrirtækin fá lista hjá yfirvöldum yfir ólöglegar netsíður og þeim er lokað.

Þegar reynt er að opna slíkar síður kemur orðsending á skjáinn um að viðkomandi hafi reynt að fara inn á ólöglega síðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×