Innlent

Milljónum þegar varið í fuglaflensuvarnir

Opinberir starfsmenn í Austur-Evrópu í sérstökum sóttvarnarbúningum.
Opinberir starfsmenn í Austur-Evrópu í sérstökum sóttvarnarbúningum. MYND/AP

Hið opinbera hefur þegar varið yfir hundrað milljónum króna í fuglaflensuvarnir. Kostnaðurinn verður margfalt meiri ef flensan verður að faraldri og er til dæmis áætlað að einnota sóttvarnarbúningar myndu kosta allt að þrjú hundruð milljónum króna. Sérstakur viðbúnaður verður til að rannsaka farfugla þegar þeir koma til landsins í vor.

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að setja 56 milljónir í fuglaflensuvarnir. Þetta fé fer til sóttvarnalæknis, til almanavarna og til rannsókna á fuglum.

En þetta yrði bara dropi í hafið ef flensan yrði að faraldri því heilbriðgisráðherra bendir á að áætlaður kostnaður við einnota sóttvarnarbúninga væri einn og sér 300 milljónir króna.

Hluti fjárins sem eyrnamerktur var í morgun fer í að kosta eftirlit með vorboðunum - farfuglunum sem óttast er að beri smitið til lands með hækkandi sól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×