Innlent

Gamall sumarbústaður brennur í Norðlingaholti

Gamall sumarbústaður við Elliðabraut í Norðlingaholti brann til kaldra kola í gærkvöldi. Bústaðurinn er ekki lengur í notkun og mun borgin vera búin að kaupa hann til niðurrifs. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var hann alelda og þakið við það að falla. Þegar hann var brunninn til grunna slökkti slökkviliðið í glæðum, enda var aldrei grunur um að einhver væri innandyra. Það leikur hinsvegar grunur á að kveikt hafi verið í, og á það líka við um gamlan bíl, sem brann í Klettagörðum í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×