Innlent

Ábyrgir feður mótmæla gagnrýni dómara á forsjárfrumvarpið

Félag ábyrgra feðra mótmælir harðlega ummælum tveggja dómara um frumvarp til laga um forsjármál. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sameiginleg forsjá verði meginreglan í forsjármálum og þessu eru dómararnir tveir andvígir samkvæmt ummælum þeirra í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í fréttatilkynningu frá félagi ábyrgra feðra segir að dómskerfið þjáist af "úreltum fortíðarviðhorfum og ríkulegu kynjamisrétti á kostnað barna."

Félagið segir frumvarpið skref í átt til að bæta réttarstöðu barna við skilnað foreldranna og miði að því að virða þá mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Þessi þróun sé í takt við þá þróun sem sé í gangi í nágrannalöndum okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×