Innlent

Langt að aka en stutt að ganga

Langt er að fara akandi á milli húsa í nýjustu hverfum Kópavogs og Seljahverfisins í Reykjavík þótt aðeins fáir metrar séu á milli húsanna. Formaður skipulagsráð Kópavogs segir íbúa Seljahverfisins ekki hafa viljað tengingu á milli hverfanna og því sé þetta niðurstaðan.

Ef farið er frá Hljóðalind í Kópavogi og að Stuðlaseli í Reykjavík á bíl þarf að aka fimm kílómetra leið. Enn þá lengri leið er að fara akandi ef farið er frá Lambaseli í Reykjavík og að Rjúpnasölum í Kópavogi en það eru um tíu kílómetrar þó fótgangandi þurfi aðeins að fara nokkra tugi metra.

Á næstu tveimur árum stendur til að framlengja Lindarvegin yfir í Seljahverfið svo leiðin á milli hverfanna verði greiðari. Það mun stytta leiðina en þó ekki mikið þar sem það er í jaðri hverfanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×