Innlent

Ungum sjálfstæðismönnum hafnað:

Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri eru ósáttir við rýran hlut ungmenna að loknu prófkjöri flokksins á Akureyri. Þeir segja eldra fólkið hafa hafnað ungliðunum í kjörinu og niðurstaðan sé kjaftshögg. Þetta má lesa á heimasíðu Stefáns Friðriks Friðrikssonar formanns Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna, á Akureyri. Stefán gaf kost á sér í 3. sætið en endaði í 20. eða neðsta sæti í kjörinu. Annar fyrrverandi formaður Varðar lenti í 18. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×