Innlent

Búist við góðri síldarvertíð

Feit og falleg síld
Feit og falleg síld MYND/kk

Íslenskir síldveiðimenn eru bjartsýnir vegna mikillar síldargegndar við Noregsstrendur. Gríðarlegt magn síldar úr norsk-íslenska síldarstofninum mun hrygna við Noregsstrendur í vor og búast menn við að mikið af þeim fiski skili sér til Íslands í ætisleit í sumar. Þetta kemur fram á vefsetri Fiskifrétta, www.skip.is.

 

Við strönd Mæris í Noregi er síldin svo þétt að menn verða að sýna aðgát til að sprengja ekki nætur og troll. Norska fiskistofan hefur varað menn við að ef ekki takist að takmarka aflamagnið í hverju kasti þá verði að banna veiðar á daginn þegar síldin er hvað þéttust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×