Innlent

Slasaður sjómaður sóttur við slæm skilyrði

Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA
Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA MYND/Kristján J. Kristjánsson

Björgunarbáturinn Ingibjörg frá Höfn í Hornafirði fór í morgun í brimi, þoku og mikilli ölduhæð til móts við fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA til að sækja slasaðan skipverja þar um borð.

Þrátt fyrir erfið skilyrði tókst ferðin áfallalaust, en um fjögurra metra ölduhæð var úti fyrir ósnum og þung alda að sögn Sigurðar Guðmundssonar, skipstjóra á Ingibjörgu. Skipverjinn á Vilhelm slasaðist snemma í morgun, þó ekki lífshættulega, þegar skipið var að loðnuveiðum skammt undan Skarðsfjöruvita og var þegar haldið áleiðis til hafnar. Vegna djúpristu skipsins og ölduhæðar, gat það ekki siglt inn og því var björgunarbáturinn sendur á móti því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×