Innlent

Dagur B. Eggertsson hlaut fyrsta sætið

Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag. Úrslitin eru þau að Dagur B. Eggertsson lenti í fyrsta sæti, Steinunn Valdís Óskarsdóttir í öðru og  Stefán Jón Hafstein í því þriðja. Það er því ljóst að Dagur mun leiða flokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Rúmlega átta þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu. Dagur B. Eggertsson hlaut 3870 atkvæði í fyrsta sæti, Steinunn Valdís 4512 í 1.-2. sætið og Stefán Jón 4365 atkvæði í 1.-3. Röð efstu fimm á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík er:

1.Dagur B. Eggertsson

2.Steinunn Valdís Óskarsdóttir

3.Stefán Jón Hafstein

4.Björk Vilhjálmsdóttir

5.Oddný Sturludóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×