Innlent

Sameining samþykkt í Flóanum

Sameining hreppanna í austanverðum Flóanum var samþykkt í gær. Hrepparnir sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur og var kjörsókn var rúmlega sjötíu og eitt prósent. Tillagan var samþykkt með tæpum sjötíu prósent atkvæða. Í Hraungerðishreppi munaði þó ekki miklu en aðeins fjögur atkvæði skyldu á milli þeirra sem voru á móti sameiningu og þeirra sem voru henni hlynntir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×