Innlent

Nýr þurrklifursaðstaða hjá HSSR

Þurrklifri svipar til klettaklifurs nema hvað að notaðar eru ísaxir
Þurrklifri svipar til klettaklifurs nema hvað að notaðar eru ísaxir

Ísklifrarar þurfa ekki að leggja axirnar á hilluna þó að aðstæður til að iðka íþróttina hafi ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Í húsi Hjálparsveitar skáta er nú búið að setja upp aðstöðu til þurrklifurs eða dry-tooling eins og það hefur verið kallað á ensku.

Þessi íþróttagrein er millistig milli ísklifurs og klettaklifurs, eins konar íslaust ísklifur. Klifrararnir krækja ísöxunum í festur á veggnum, í stað þess að sveifla öxunum og reka þær á kaf í ís. Á fótunum hafa þeir klettaklifurskó þegar klifrað er innanhúss en brodda þegar klifrað er í klettum utanhúss. Að sögn Sigurðar Tómasar Þórissonar, sem er annar aðstandenda veggjarins, er tæknin og líkamsbeitingin frábrugðin bæði ísklifri og klettaklifri þó að vissulega beri íþróttin svip af báðum.

Fyrir áhugasama má geta þess að fyrsta óformlega Íslandsmótið í þurrklifri verður haldið í húsi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík fimmtudaginn næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×