Innlent

Mikil áhersla á álver getur skaðað aðrar útflutningsgreinar

Álver í Straumsvík
Álver í Straumsvík MYND/Vísir
Mikil áhersla stjórnvalda á álver getur skaðað aðrar útflutningsgreinar sem gefa meira í þjóðarbúið. Þetta sagði Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, á viðskiptaþingi í dag.

Ágúst sagði í erindi sínu á Viðskiptaþingi í dag að fjárfesting í menntun og þekkingu væri einhver sú arðsamasta fjárfesting sem Íslendingar geta farið í. Sú skoðun væri hins vegar ríkjandi hér á landi að framleiða þurfi eitthvað áþreifanlegt, ekki sé hægt að lifa af þekkingu og þjónustu.

Þannig spurði Ágúst í erindi sínu að því hvaða útflutningsgreinar muni þola áratugar nær samfellda uppbyggingu í stóriðju. Afleiðingin gæti orðið sú að útflutningur eykst í raun og veru ekki neitt þegar upp verður staðið, heldur færist útflutningsframleiðslan á milli greina. Þannig gætu þær útflutningsgreinar horfið á braut sem byggja á þekkingu og hugviti og hafa háan virðisauka.

Ágúst segir það mýtu að íslenskt hagkerfi þurfi á álverum að halda til að vaxa. Hann sagði að jafnvel þó að Íslendingar nái því að komast í hóp stærstu álframleiðanda heims og myndu virkja alla hagkvæmustu virkjunarkosti landsins, myndi arðsemi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag, aldrei verða meiri sem nemur framlagi eins öflugs útflutningsfyrirtækis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×