Vill endurskoða hömlur á fjárfestingum 8. febrúar 2006 21:08 Halldór Ásgrímsson á Viðskiptaþingi. MYND/GVA Forsætisráðherra segir að endurskoða verði takmarkanir við fjárfestingum útlendinga hér á landi, meðal annars í sjávarútvegi. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta ekki nýja hugmynd hjá forsætisráðherra en að margt sé brýnna til að bæta stöðu sjávarútvegsins. All nokkrar takmarkanir hafa verið á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi um áratugaskeið. Þeir mega nú eiga allt að 49,9 prósenta hlut í útgerð en þá að því gefnu að eignaraðildin sé í gegnum annað íslenskt félag í þeirra eigu. Þetta kann hins vegar að breytast á næstunni ef orð forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag ganga eftir. "Ég tel líka tímabært að endurskoða fyrri ákvarðanir sem takmarka fjárfestingu erlendra aðila í tilteknum atvinnugreinum, til dæmis í sjávarútvegi," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "Hér áður fyrr voru góð og gild rök fyrir slíkum takmörkunum en við verðum að horfast í augu við það alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við búum nú við þar sem fjármagn, fólk og fjárfestingar flæða mikið til óhindrað yfir landamæri. Ég tel að slíkar takmarkanir geti dregið úr möguleikum okkar til að laða erlent fjármagn inn í íslenskt efnahagslíf." Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir ekkert nýtt við að forsætisráðherra vekji máls á að breyta reglum um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Hingað til hafi þó ekkert orðið úr breytingum. Friðrik segir margt mun meira aðkallandi fyrir útgerðina en að draga úr takmörkunum við fjárfestingum, svo sem að bæta rekstraraðstæður sem séu mjög háar vegna hins háa gengis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Forsætisráðherra segir að endurskoða verði takmarkanir við fjárfestingum útlendinga hér á landi, meðal annars í sjávarútvegi. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta ekki nýja hugmynd hjá forsætisráðherra en að margt sé brýnna til að bæta stöðu sjávarútvegsins. All nokkrar takmarkanir hafa verið á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi um áratugaskeið. Þeir mega nú eiga allt að 49,9 prósenta hlut í útgerð en þá að því gefnu að eignaraðildin sé í gegnum annað íslenskt félag í þeirra eigu. Þetta kann hins vegar að breytast á næstunni ef orð forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag ganga eftir. "Ég tel líka tímabært að endurskoða fyrri ákvarðanir sem takmarka fjárfestingu erlendra aðila í tilteknum atvinnugreinum, til dæmis í sjávarútvegi," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "Hér áður fyrr voru góð og gild rök fyrir slíkum takmörkunum en við verðum að horfast í augu við það alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við búum nú við þar sem fjármagn, fólk og fjárfestingar flæða mikið til óhindrað yfir landamæri. Ég tel að slíkar takmarkanir geti dregið úr möguleikum okkar til að laða erlent fjármagn inn í íslenskt efnahagslíf." Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir ekkert nýtt við að forsætisráðherra vekji máls á að breyta reglum um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Hingað til hafi þó ekkert orðið úr breytingum. Friðrik segir margt mun meira aðkallandi fyrir útgerðina en að draga úr takmörkunum við fjárfestingum, svo sem að bæta rekstraraðstæður sem séu mjög háar vegna hins háa gengis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira