Innlent

Leikritið um Ronju ræningjadóttur frumsýnt á sunnudag

Það var líf og fjör á æfingu á leikritinu um Ronju rængingjadóttur í Borgarleikhúsinu í dag. Óhætt er að segja að þetta góðkunna ævintýri eldist vel enda er boðskapurinn góður.

Þetta margrómaða og skemmtilega barnaleikrit eftir Astrid Lindgren fjallar um í Ronju og vin hennar Birki, og ævintýri þeirra í Matthíasarskógi. Vinátta þeirra er fordæmd af foreldrum þeirra og saman flýja þau að heiman og koma sér fyrir í helli einum í skóginum, það sem þau kynnast hinum ýmsu furðuverum. Það er Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur Ronju. Hún segir ýmislegt hafa gengið á, á æfingunum enda mikið um hopp og fjör hjá Ronju og félögum en enginn hafi þó endað á sjúkrahúsi.

Alls taka 23 leikarar þátt í sýningunni sem er í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur. Með hlutverk Birkis fer Friðrik Friðriksson. Þórhallur Sigurðssin og Sóley Elíasdóttir fara með hlutverk foreldra Ronju og Eggert Þorleifsson leikur Skalla-Pétur. Leikritið verður frumsýnt næstkomandi sunnudag í Borgarleikhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×