Innlent

Sala á flugmiðum gengu vel

Frá blaðamannafundi British Airways hér á landi.
Frá blaðamannafundi British Airways hér á landi. MYND/AP

Sala á flugmiðum til Lundúna með British Airways, sem hefur áætlunarflug til og frá Íslandi í lok mars, gengur afar vel að sögn Betty Livingstone, talsmanns á skrifstofu félagsins í Bretlandi.

Eftir að salan hófst í síðustu viku bar nokkuð á vandamálum við að greiða með krítarkortum á netinu. Betty segir að vandinn hafi verið hjá Visa en búið sé að leysa málið.

British Airways er í samkeppni við Icelandair og Iceland Express um Lundúnaflug. Félögin lenda ekki á sömu flugvöllum í borginni, Icelandair flýgur til Heathrow, Iceland Express til Standsted en British Airways til Gatwick.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×