Innlent

SUF hvetur stjórnvöld til að aðstoða við ættleiðingar

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á Íslensk stjórnvöld að leita leiða til að aðstoða kjörforeldra við ættleiðingar. Í nágrannalöndunum séu veittir styrkir til að vega upp á móti miklum kostnaði við ættleiðingar, en enga slíka aðstoð sé að fá hér á landi.

Í ályktun stjórnar SUF segir að það kosti mikla fjármuni að ættleiða barn frá útlöndum. Þeir sem eignast börn með hefðbundnum hætti hér á landi fái margvíslega þjónustu endurgjaldslaust og því sé eðlilegt að létt verði undir með væntanlegum kjörforeldrum sem láta sig dreyma um að eignast börn og vilja láta þann draum sinn verða að veruleika.

Stjónr SUF skorar því á ríkisstjórn Íslands að bregðast við ábendingum kjörforeldra og renna enn frekari stoðum undir þá fjölskyldustefnu sem rekin sé á vegum ríkisstjórnarinnar, þar sem fjölskyldan sé í fyrirrúmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×