Innlent

Efling hestamennsku á landsbyggðinni

MYND/GVA

Efla á hestamennsku á landsbyggðinni með styrkjum til bæta aðstöðuna. Landbúnaðarráðherra vonast til að hægt verði að jafna aðstöðu hestamanna á landsbyggðinni til jafns við aðstöðu þeirra á höfuðborgarsvæðinu.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja allt að 270 milljónum í styrki til byggingu reiðhalla, reiðskemma og reiðskála á landsbyggðinni. Aðstöðurnar verða reistar í samvinnu við hestamannafélög innan Landssambands hestamannafélaga og sveitarfélög. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, segir að aðgangur að reiðhöllum og reiðskálum fylgi nútímanum. Hægt sé að nota þessa aðstöðu til dæmis til tamninga á hestum og fyrir unglingastarf hestamannafélaga.

Verkefnið er fjármagnað með afganginum af sölu Lánasjóðs landbúnaðarins. Allir sem uppfylla ákveðin skilyrði eiga rétt á að sækja um styrk. Hámarksstyrkur á reiðhallir er 30 milljónir en 15 milljónir á reiðskemmur. Guðni segir áhuga á hestamennsku mikinn um allt land. Meira sé hins vegar um að vera á suðvesturhorninu og betri aðstaða sé þar til hestamennsku. Með styrkjunum sé verið að reyna að jafna aðstöðu hestamanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×