Innlent

Ríkið krefur olíufélögin um bætur

Olíubirgðastöð.
Olíubirgðastöð.
Ríkisstjórnin ætlar að krefja stóru olíufélögin þrjú um bætur vegna þess skaða sem ríkissjóður beið af völdum ólögmæts samráðs þeirra. Samkeppnisráð taldi að ávinningur olíufélaganna af samráðinu hefði numið sex milljörðum króna.

Nú þegar hefur Reykjavíkurbog krafið Olíufélögin þrjú um bætur. Fleiri hyggja á bótakröfur þar á meðal Alcan - álverið í Straumsvík, Landsamband útgerðarmanna og Neytendasamtökin.

Og nú ætlar ríkisstjórnin í mál við olíufélögin og heimta bætur vegna hins ólöglega samráðs.

"Það var einfaldlega niðurstaðan að það væri tilefni til að halda uppi kröfu," segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. "Og sé tilefni til þess þá er það að mínu mati skylt að gæta hagsmuna almennings á þann hátt."

En hvenær má búast við að að krafan verði birt? "Ég vona að það verði fljótt en get ekki sagt nákvæmlega til um það á þessari stundu," segir fjármálaráðherra.

Það er erfitt að meta hver fjárhæð bótakröfunnar verður eða mats á skaðanum fyrir skattgreiðendur í gegnum opinber útboð. Ólögmæta samráðið var talið standa f´ra 1993 til 2001 en á þeim tíma var talið að ólögmætt samráð snéri að útboðum Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytisins vegna löggæsluembætta, vegagerðarinnar og Pósts og síma. Til samannburðar var krafa Reykjavíkurborgar æa hendur olíufélögunum uppá 150 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×