Innlent

VSB átti lægsta boð

VSB verkfræðistofa í Hafnarfirði átti lægsta tilboðið í eftirlit með framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Fífuhvammsvegar og Kaplakrika.

Fyrirtækið bauðst til að taka verkið að sér fyrir tæpar átján milljónir króna. Það er um fjórðungi undir áætluðum verktakakostnaði sem er 24 milljónir króna. Hæsta tilboðið átti Fjölhönnun í Reykjavík, rúmar 27 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×