Innlent

Vöxtur fram úr björtustu vonum

Vöxtur þorsks í kvíum Brims fiskeldis í Eyjafirði er framar björtustu vonum segir Sigþór Eiðsson stöðvarstjóri og telur hitastig sjávar hafa greinileg áhrif á vöxtinn. Alls eru um 470 tonn af þorski í kvíum Brims fiskeldis en það eru um 363 þúsund fiskar.

Sigþór segir í viðtali á vef Brims að þorskseiðin sem fyrirtækið fékk á Nauteyri og hefur alið í kvíum í Eyjafirði hafa almennt gefið góða raun. Búist er við að slátrun þorsks sem kominn er í sláturstærð verði lokið í næsta mánuði en þar er um að ræða sautján tonn af þorski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×