Innlent

598 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári

Sextán framkvæmdastjórar sviða og dótturfyrirtækja Landsbankans skiptu með sér 598 milljónum króna í laun og hlunnindi í fyrra, sem eru rúmar þrjár milljónir á mann á mánuði, samkvæmt ársskýrslu bankans. Þóknun til bankaráðsmanna eru aðeins 11 milljónir, en Halldór J. Kristjánsson bankastjóri fékk greiddar tæpar 150 milljópnir, að hluta vegna kaupréttarsamninga, og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri fékk 83 milljónir, sem jafngildir um það bil sex milljónum á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×