Innlent

Bæjarstjórnarfulltrúum boðið á kynningu í leikskólum

Mynd/Vísir
F élag leikskólakennara í Vestmannaeyjum hefur boðið fulltrúum úr bæjarstjórn, fræðslufulltrúa og formanni fræðslu- og menningarráðs að koma og kynna sér starfið á leikskólum bæjarins. Kynningin verður 14. febrúar næstkomandi og mun standa yfir í fjóra tíma. Félag leikskólakennara vonast til að bæjarfulltrúar sjái sér fært að mæta og kynna sér af eigin raun þar starf sem fer fram á leikskólum.

Fréttavefurinn Suðurland.is greinir svo frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×