Innlent

Marga dreymir um að eiga sumarhús á Spáni

Hundruð manna leituðu skjóls úr rigningunni í Reykjavík í dag og fóru inn í Perluna til að leita sér upplýsinga um sumarhús á Spáni. Það eru líklega margir orðnir þreyttir á umhleypingunum undanfarið og dreymir nú um sól og sumaryl. Í það minnsta var töluverð aðsókn í Perluna í dag á Spánarhúsakynningu fasteignasalanna Gloria Casa og Heimilis. Íslendingar hafa keypt mikið af húsum á Costa Blanca-svæðinu á Suður-Spáni og eiga þar núorðið um 1200 fasteignir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×