Innlent

Sjálfstæðismenn fá hreinan meirihluta í könnun

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn ef kosið væri núna. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í blaðinu í dag.

48,8% þeirra sem svöruðu sögðust myndu kjósa lista sjálfstæðismanna. Með því fylgi fengju sjálfstæðismenn átta sæti af fimmtán í borgarstjórn. Samfylkingin fengi 33% og sex borgarfulltrúa og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 10,5% og einn fulltrúa í borgarstjórn. Framsóknarflokkurinn fær 5,3% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn 2,2% og fengi hvorugur flokkurinn borgarfulltrúa samkvæmt þessari könnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×