Innlent

Ekið á ungan mann

MYND/GVA

Ekið var á ungan mann við Glaumbar í Tryggvagötu í nótt. Að sögn lögreglu virðist sem að maðurinn hafi hlaupið fyrir bílinn og var hann fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl hans voru þó ekki alvarleg og hefur hann verið útskrifaður. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt og á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild hafði starfsfólk þar í nógu að snúast í nótt eins og oft er þegar um útborgunarhelgi er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×