Innlent

Flippaður föstudagur á Hárstofunni Gel

Svokallaður Flippaður föstudagur eða Freaky Friday var haldinn í fyrsta skipti á hárstofunni Gel í dag. Viðskiptavinir dagsins réðu engu um klippingu sína eða hárlit en allir fóru ánægðir heim.

Það vantaði ekki stemminguna á hárstofunni Gel í dag þegar fastakúnnar jafnt og forvitnir komu á stofuna í sannkallaða óvissuferð. Þetta er í fyrsta sinn Anna Pálsdóttir eigandi Gels hárstofu, Snæbjörn Sigurðsson og Jón Atli Helgason, hárgreiðslu- og rakarameistarar, standa fyrir flippuðum föstudegi, en það þýðir að starfsfólkið fær með öllu að ráða klippingu og hárlit viðskiptavina sinna. Að þeirra sögn voru allir viðskiptavinir viljugir til að prófa eitthvað nýtt enda er starfsfólkið á gel með puttana á púlsinum í hártískunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×