Innlent

Dómurinn ekki áfellisdómur

MYND/E.Ól

Dómur héraðsdóms yfir Biskupi Íslands er ekki áfellisdómur að mati lögfræðings biskups. Hann segir óvíst að dóminum verði áfrýjað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að biskup hafi brotið stjórnsýslulög við ráðningarferli sendiráðsprests í London. Embættið er kostað af Þjóðkirkjunni, Utanríkisráðuneytinu og Tryggingastofnun. Gestur Jónsson, lögfræðingur biskups segir að Tryggingastofnun hafi gert þá kröfu að skipuð yrði nefnd þessara þriggja aðila og að niðurstaða nefndarinnar yrði bindandi. Það er einmitt það sem birkup gerði. Eftir sem áður segir í dómnum að biskup hafi ekki mátt hafa þetta bindandi og þess vegna sé hann skaðabótaskyldur. Gestur segir að eins og dómarinn vekur athygli á í dómnum að þá er það bundið í lög að veitingarvaldið er hjá birkupi og hann telur að í þessu hafi falist framsal á valdi sem honum hafi sjálfum borið að beita. Ljóst er að biskup kom hvergi nærri ráðningu sendiráðsprestsins því um leið og honum varð kunnugt um að tengdasonur sinn hafi sótt um stöðuna hafi hann vikið sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×