Erlent

50 slösuðust þegar þak sýningarhallar hrundi í Póllandi

Að minnsta kosti 50 manns slösuðust þegar þak á sýningarhöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver hafi látið lífið í slysinu og ekki hefur verið staðfest hve margir voru í bygginguni þegar þakið hrundi, en fregnir herma að á bilinu 500 til 1000 manns hafi verið þar.

Lögreglan í Katowice telur að þakið hafi látið undan snjóþunga en óvenju mikið hefur snjóað í Póllandi, sem og nágrannalöndunum, undanfarna daga og vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×