Innlent

Neitar að hafa ætlað að nota búnaðinn

Búlgarinn, sem handtekinn var fyrir að flytja til landsins búnað til að afrita greiðslukort og misnota reikninga, gengur laus þar sem búnaðurinn er ekki ólöglegur fyrr en hann er notaður ólöglega og maðurinn neitar að hafa ætlað að gera það.

Það var Tollgæslan á Seyðisfirði sem fann fjögur sér smíðuð tæki til að setja framan á hraðbanka til að geta lesið kortanúmer. Tækin fundust þegar tollverðir gerðu leit á manni eftir að hann kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn. Maðurinn ætlaði að dvelja he´r í hálfan mánuð, en neitar að hafa ætlað að aðhafast nokkuð misjafnt. Að sögn lögreglu eru tækin há þróuð og leikur grunur á að maðurinn sé liður í stærri svikamyllu og að hann hljóti að eiga sér vitorðsmenn, en engin íslendingur liggur þó undir grun. Um er að ræða falska framhluta á hraðbanka, sem lesa bæði segulrönd og pinnúmer og geta svindlararnir þa´komist inn á viðkomandi reikninga og tæmt þá. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ámóta svindl er reynt hér á landi að sögn íslensku kortafyrirtækjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×