Innlent

Nýtt móðurfélag VÍS

Ljósm: ©Valgarður Gíslason

Stjórn Vátryggingafélag Íslands hefur samþykkt nýtt stjórnskipulag fyrir félagið í samræmi við stóraukin umsvif þess og framtíðaráherslur.

VÍS eignarhaldsfélag er heiti á nýju móðurfélagi sem Finnur Ingólfsson mun veita forstöðu. Undir hið nýja félag heyra sjö sjálfstæð dótturfélög á sviði trygginga-, öryggis- og fjármálaþjónustu.

Nýtt skipulag er forsenda þess að VÍS geti stækkað enn frekar og orðið fjölbreyttara og efnahagslega sterkara segir í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×