Erlent

Ríkisborgarar frá A-Evrópu sækja til Danmerkur

Sífellt fleiri ríkisborgarar Austur-Evrópulanda sækja um dvalar- og atvinnuleyfi í Danmörku. Á síðasta ári fengu um fimm þúsund manns frá nýju Evrópusambandslöndunum dvalar- og atvinnuleyfi en það er tvölfalt fleiri en árið áður. Langflestir koma frá Póllandi eða Litháen og vinna í byggingaiðnaði eða landbúnaði. Einnig er aukning í útgáfu atvinnuleyfa til ýmissa sérfræðistarfa svo sem í hátækniiðnaði, verkfræði og læknisfræði en um 1000 manns fengu slík leyfi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×